top of page
About
Contact
new arrivals

Internetið er einnig kallað alnet. Það er fjölþjóðlegt upplýsingatölvunetkerfi, tenging milli tölva um allan heim, er alþjóðlegt kerfi tölvuneta sem nota IP.

 

Netið er gríðastór fjöldi af samtengdum tölvum. Þær mynda svokallað tölvunet. Það er stærsta tölvunet tengt þúsundum fyrirtækja og einstaklinga, sendir milljarða bæti af uppýsingum á hverjum degi.

Um internetið

Internetið eins og við þekkjum það í dag var ekki stofnað af einhverjum einum einstaklingi heldur var það þróað af mörgu fólki.

 

ARPA (Advanced Research Projects Agency) var stofnað árið 1958 af bandaríska forsetanum Dwight D. Eisenhower. Rannsóknir stofnunarinnar og helstu verkefni hennar er þróun á vísindalegum verkefnum sem sinna fyrst og fremst hernaðarlegum tilgangi. Einn af frumkvöðlum tölvunarfræði er Joseph Carl Robnett Licklider, sem opinberlega lýsti nauðsyn þess að byggja upp alþjóðlegt net sem tengir allar tölvur saman. Fyrst var netið bara fyrir Pentagon (höfuðstöð Varnarmálastofnunar Bandaríkjanna). Það byrjaði að þróast í lok 1960 í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Árið 1969 var fyrsta tengingin milli tveggja punkta á "nýju neti" stofnuð. Á fyrstu tíu árum Internetsins var internetið að þróast, en var sú þróun ekki eins mikil og í dag. 

Hver fann upp internetið og hvenær?

Hvenær tengdist Ísland við Internetið?

Ísland tengdist við internetið 21. júlí árið 1989. Á þeim degi voru fyrstu IP-samskiptin yfir tengingu ISnet frá Tæknigarði Háskóla Íslands til tengistöðvar NORDUnet í Danmörku.

Á Íslandi er ljósleiðaraþjónusta hjá Nova, Hringdu og Vodafone. Þau styðja 1000 MB/s hraða, sem er mesti hraði í heimatengingum á Íslandi. 

 

-Nova býður upp á 2000 GB fyrir 5.990kr.

 

-Vodafone býður upp á 300 GB fyrir 6.490kr.

 

-Hringdu býður upp á ótakmark niðurhal og upphal fyrir 6.990kr.

-Nova og Vodafone bjóða upp á 50 GB fyrir 5.490kr. Síminn býður upp á 50 GB fyrir 5.400kr

 

Síðan þarftu að borga aðgangsgjald hjá öllum fyrirtækjunum sem er 2.999kr.

Hvernig internetið breytti lífi fólks

Munur á samböndum milli fólks hefur breyst hrikalega gegnum árin t.d. eins og á fyrri árunum þegar fólk sendi bréf á milli hvors annars sem tók nokkrar vikur, jafnvel mánuði en í dag er maður með netið þá getur maður sent t.d. tölvupóst, sms, Facebook eða Snapchat og þetta tekur núna allt að nokkrum sekúndum. Netið getur tengt saman fólk í fjarlægum heimshlutum. Ímyndaðu þér hvernig lífið væri án nets; engar myndir eða sjónvarpsþættir að sækja, engin tónlist að streyma, engar vefsíður til að skoða, engin tíst, hvernig helduru að lífið væri ef þú þyrftir að spjalla við alla vini þína með bréfdúfusendingum í stað netspjalls? Já lífið væri öðruvísi án netsins.

Internetið- tölvufíkn og hættur sem fylgja því

Netfíkn eða Internet Addiction Disorder (IAD) er skilgreint sem raunverulegt andlegt heilsufarsvandamál.

 

 

Hér á Íslandi segjum við oft að við séum ein tæknivæddasta þjóð veraldar. Tölvur eru til á flestum heimilum landsins, oft í hverju herbergi, og sömuleiðis háhraða internettengingar. Tölvukennsla hefst oft í leikskólum og í menntaskólum er það orðin algeng krafa að unglingar beinlínis þurfi að hafa tölvur til að sinna náminu.

 

 

Einkenni tölvufíknar geta verið mismunandi milli manneskja en það eru nokkur atriði sem benda til þess að tölvunotkunin sé að verða vandamál. Margir klukkutímar fyrir framan tölvu er ekki mælieining á tölvufíkn, heldur hvaða áhrif notkunin hefur á lífið.

Internet

Breki, Daníel, Elías

bottom of page